Hvernig virkar Gjafabréf.is?
Öll gjafabréfin okkar eru rafræn. Þegar þú kaupir gjafabréf velur þú fyrst flokk, síðan ákveður þú hvort þú vilt kaupa gjafabréf hjá ákveðnu fyrirtæki eða gjafabréf sem gildir hjá öllum fyrirtækjunum í flokknum sem þú valdir.
Þú velur síðan viðtakanda og hvenær gjafabréfið á að berast honum. Þú getur líka sett persónulega kveðju með gjafabréfinu þínu. Viðtakandi gjafabréfsins fær svo SMS-skilaboð þar sem hann fær tilkynningu um að honum hafi borist gjöf ásamt kveðjunni þinni. Gjafabréfið getur hann svo vistað í rafrænu veski (Wallet) í símanum sínum.
1. Þú velur gjafabréfið
Á forsíðu Gjafabréf.is má finna þau fyrirtæki sem bjóða upp á rafræn gjafabréf.
2. Þú velur upphæð
Þegar þú hefur fundið réttu gjöfina þá velur þú þá upphæð sem þú vilt gefa.
3. Þú velur viðtakanda
Þú velur viðtakanda og hvenær gjafabréfið á að berast honum.
Þú getur líka sett persónulega kveðju með gjafabréfinu þínu.
4. Viðtakandi fær gjafabréfið
Viðtakandi gjafabréfsins fær svo SMS-skilaboð/tölvupóst þar sem hann fær tilkynningu um að honum hafi borist gjöf. Gjafabréfið getur hann svo vistað í rafrænu veski (Wallet) í símanum sínum.